VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 6 Kári Yngvason Vinnustaður: Hugsmiðjan Starfsheiti: Stjórnandi vefforritunar HVENÆR HÓFST VINNUTÍMASTYTTING HJÁ FYRIRTÆKINU? Fyrir rétt rúmum tveimur árum. HVER ER STYTTINGIN Í KLST. (EÐA MÍN.) TALIÐ Á VIKU? 10 klst. á viku. HAFA VERIÐ GERÐAR MÆLINGAR Í FYRIRTÆKINU Á FRAMLEIÐNI, HVORT FRAMLEIÐNI HAFI MINNKAÐ/AUKIST EÐA STAÐIÐ Í STAÐ? Já það hafa verið gerðar mælingar. Framleiðni jókst um rúm 20% og veikinda- dögum fækkaði um 44%. Sjá upplýsingasíðu um 6 klst. vinnudag á vef Hug- smiðjunnar www.hugsmidjan.is/6klst HVERNIG HEFUR VINNUTÍMASTYTTINGIN KOMIÐ SÉR FYRIR ÞIG PERSÓNULEGA OG ÞÍNA FJÖLSKYLDU? Fyrir mig og mína vinnu hentar 6 tíma vinnudagur mun betur. Eftir u.þ.b. 6 tíma þá er einbeitingin bara farin og ég geri ekki mikið af viti næstu tvo tímana. Flestir sem vinna að hugbúnaðargerð kannast líklega við að glíma við vandamál í lok dags sem virðist óyfirstíganlegt og ekkert virkar, maður skilur ekki upp né niður af hverju hlutirnir virka ekki. STYTTING VINNUVIKUNNAR – BREYTTIR TÍMAR Á VINNUMARKAÐI Vinnutímastytting hjá félagsmönnum VR tekur gildi 1. janúar 2020. Mörg fyrirtæki hafa nú þegar tekið skref í átt til styttingar vinnuvikunnar og stytt vinnutímann hjá starfsfólki sínu og sumir hafa gengið skrefinu lengra en kjarasamningsbundin stytting segir til um. Þar á meðal er Hugsmiðjan sem stytti vinnuvikuna hjá sér fyrir rúmum tveimur árum síðan. Svo mætir maður daginn eftir og lausn vandans sem maður glímdi við daginn áður er augljós og málið leysist á mjög stuttum tíma. Tíminn sem maður varði daginn áður spilar eflaust eitthvað þar inní en ég held að tíminn sem fór í að slaka á þess á milli og einbeitingin sem maður mætir með ferskur um morguninn sé mun stærri þáttur þegar kemur að því að greina og leysa vandamál. ER VINNUTÍMASTYTTINGIN KOMIN TIL AÐ VERA HJÁ FYRIRTÆKINU? Já ég vona það, þetta er eitthvað sem er í sífelldri endurskoðun. Við þurfum svolítið að hafa okkur öll við til þess að þetta gangi upp, við erum að vinna þegar við erum í vinnunni. HELDUR ÞÚ AÐ VINNUTÍMASTYTTINGIN HAFI ÁHRIF Á STARFSANDANN Á VINNUSTAÐNUM? Starfsandinn er almennt góður en vinnudagarnir voru nánast aldrei lengri en átta tímar, ég held að allir starfsmenn séu mjög ánægðir með styttinguna. Eftir að vinnudagurinn var styttur hef ég fundið fyrir meiri áhuga og ástríðu fyrir mínu starfi. Þó svo að við vinnum alla jafna bara 6 tíma á dag þá er ekki þar með sagt að við þurfum ekki stundum að taka lengri daga (það er þó stefna Hugsmiðj- unnar að við viljum ekki hvetja til yfirvinnu) og stundum er ég að dunda mér á kvöldin við að skoða vinnutengda hluti. Sem er eitthvað sem ég hafði ekki áhuga á eða einbeitingu í þegar ég vann 8 tíma dag. Mér finnst eitthvað þægilegt að geta í rólegheitum kíkt á eitthvað sem ég hafði ekki beint tíma fyrir í mínum 6 tíma vinnudegi, en það er kannski frekar þetta val um að kíkja á það, eða ekki og slaka bara á.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==