VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 7 SPURT OG SVARAÐ UM STYTTINGU VINNUVIKUNNAR Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur þann 1. janúar næstkomandi. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnu- tímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta: a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnudaginn 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum. b) Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni er safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega. c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur. d) Vinnutímastytting með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/launum. Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf. VR hefur tekið saman ýmsar upplýsingar á vefnum vr.is þar sem má finna tillögur að útfærslum, greinar og viðtöl og reiknivél til að reikna út styttingu. Hér á þessari síðu finnur þú svör við algengum spurningum en fleiri svör er að finna á vr.is/9min Ég er í hlutastarfi. Á ég rétt á styttingunni? Já, þú átt rétt á styttingu ef þú ert í föstu og reglubundnu hlutastarfi. Þá áttu rétt á styttingu í hlutfalli við þitt starfshlutfall. Vinnutímastyttingin er 9 mínútur á dag miðað við fullunninn dag sem jafngildir 45 mínútna styttingu á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði, miðað við 100% starf, án skerðingar launa. Ef þú vinnur t.d. 50% vinnu þá er vinnutímastyttingin þín 4,5 mínútur á dag, ríflega 22 mínútur á viku eða 1 klst. og 37 mínútur á mánuði, án skerðingar launa. Ef það er ekki hægt að koma því við að þú fáir styttinguna þá eykst starfshlutfallið þitt miðað við nýjar deilitölur og laun greidd/hækka í samræmi við það. Ef tekið er dæmi um starfsmann sem vinnur í 80% hlutastarfi þá gæti stytting viðkomandi verið til dæmis þannig að hann vinnur fjóra daga í viku 100% en tæki frí einn dag í viku, það er 80% vinna. Í slíkum tilfellum er um að ræða 9 mínútna vinnutímastyttingu þá daga sem er unnið, yfir vikuna og mánuðinn er uppsöfn- unin 80% af vinnutímastyttingunni. 80% hlutastarf er einnig hægt að vinna þannig að unnið er 80% vinna á dag, þá á starfsmaðurinn rétt á 80% af 9 mín- útum í styttingu á dag sem er þá 80% af 45 mínútunum á viku og 80% af 3 klst. og 15 mínútum á mánuði. Hvernig kemur vinnutímastyttingin út hjá þeim sem eru með sveigjanlegan vinnutíma? Þeir sem samið hafa um sveigjanlegan vinnutíma eru með viðmið um ákveðinn fjölda tíma sem skila þarf á mánuði. Ef um 100% starf er að ræða þá styttist það viðmið um 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa. Á fyrirtæki að semja við hverja deild fyrir sig um útfærslu, hvern einstakling eða fyrirtækið í heild? Það er í höndum hvers fyrirtækis að ákveða útfærsluna. Í einhverjum tilfellum gæti það hentað að það sé útfært út frá starfi einstaklinga, deild eða með sömu aðferðarfræði þvert á allt fyrirtækið. Ég fæ greitt tímakaup, breytir það einhverju? Já, reikna þarf tímakaupið sem þú varst með fyrir 1. janúar 2020 fyrir dagvinnu upp í mánaðarkaup og margfalda með 160 ef um skrifstofustarf er að ræða en 170 ef um afgreiðslustarf er að ræða. Útkomunni er þá deilt með nýju deilitölunni sem er 167,94 í afgreiðslustarfi og 159,27 á skrifstofu. Þetta þarf að gera því deilitölum er breytt og því hækkar tímakaup starfsmanna fyrir dagvinnu. Þetta á bara við ef tímakaup í dagvinnu er hærra en skv. taxta. Búið er að endurreikna dagvinnu- tímakaupið í töxtum VR m.t.t. vinnutímastyttingarinnar, sjá launataxta sem gilda frá 1.janúar 2020 á vefnum vr.is. Hægt er að nota aðra aðferðafræði en þá er tímakaup í dagvinnu hækkað um 0,46% á skrifstofu og 1,23% í verslun. Þetta á aðeins við ef þú hefur samið um tímakaup í dagvinnu sem er hærra en launataxtar skv. kjarasamningi en búið er að taka tillit til breytingar á deilitölum í töxtum sem gilda frá 1. janúar 2020, sjá launataxta. Auk þess muntu fá yfirvinnu greidda fyrr þ.e. eftir 167,94 tíma í verslun og eftir 159,27 klst. á skrifstofu. Hvar þessi stytting 3 klst. og 15 mínútur koma til framkvæmda innan mánaðar eða 45 mínútna vinnutímastyttingin á viku mun ákveðið í samtali á milli aðila. Fyrirtæki segist ekki geta stytt vinnutímann, hvað gerist í slíkum tilfellum? Ef starfsmaður fær ekki styttingu á vinnutíma einhverra hluta vegna þá eykst starfshlutfall viðkomandi, sé hann í hlutastarfi og hann reiknast fyrr á yfirvinnu í hverjum mánuði, þ.e. 3 klst. og 15 mínútum fyrr. Svör við fleiri spurningum og nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnumVR má finna á vr.is/9min Virðing Réttlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==