Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

17 1.5.3. Námskeið sölumanna Æskilegt er, sé þess kostur, að sölumenn séu sendir á þau námskeið sem til boða standa innan starfsgreinar þeirra, bæði innanlands sem utan, og greiði þá vinnuveitandi námskeiðs- gjöld, ferðir og uppihald. - Sjá önnur ákvæði um sölumenn í gr. 2.1.2. (um vinnutíma) og gr. 3.5.3. (um kostnað á ferðum). 1.6. Deilitölur 1.6.1. Deilitölur vegna tímakaups 1.6.1.1. Kaffitímar teknir Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 170 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir en með tölunni 160 hvað skrifstofufólk varðar. Frá 1. janúar 2020 er dagvinnutímakaup hvers starfsmanns fundið með því að deila tölunni 167,94 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir en með tölunni 159,27 hvað skrifstofufólk varðar. 1.6.1.2. Engir kaffitímar teknir Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 158,5 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir en með tölunni 157,1 hvað skrifstofufólk varðar. Frá 1. janúar 2020 er dagvinnutímakaup hvers starfsmanns fundið með því að deila tölunni 155,3 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir, en með tölunni 153,86 hvað skrifstofufólk varðar. 1.6.2. Deilitölur vegna dagkaups og orlofs Dagkaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun (laugardagar ekki meðtaldir). 1.7. Kaup fyrir eftirvinnu, næturvinnu, yfirvinnu og stórhátíðarvinnu Um útreikning á yfirvinnulaunum fer skv. ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==