Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

18 1.7.1. Eftir-/nætur- og yfirvinnukaup hjá afgreiðslufólki Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8235% af mánaðar- launum fyrir dagvinnu upp að 171,15 klst. vinnu hvern mánuð (39½ klst. að jafnaði á viku), upp að 167,94 klst. frá 1. janúar 2020 (38 klst. og 45 mínútur að jafnaði á viku). Vinna umfram 171,15 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 167,94 klst. Vinna á tímabilinu 00:00-7:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8824% af mánaðarlaun- um fyrir dagvinnu upp að 171,15 klst. vinnu hvern mánuð. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 167,94 klst. 1.7.2. Eftir-/nætur- og yfirvinnukaup hjá skrifstofufólki Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaðarlaun- um fyrir dagvinnu upp að 162,5 klst. vinnu hvern mánuð (37½ klst. að jafnaði á viku), upp að 159,27 klst. frá 1. janúar 2020 (36 klst. og 45 mínútur að jafnaði á viku). Vinna umfram 162,5 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 159,27 klst. Vinna á tímabilinu 00:00-7:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,9375% af mánaðarlaun- um fyrir dagvinnu upp að 162,5 klst. vinnu hvern mánuð. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 159,27 klst. 1.7.3. Stórhátíðarkaup Öll vinna sem unnin er á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu þar sem vetrarfrí eru veitt skv. sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum og haldast þar gildandi greiðslureglur óbreyttar. Um stórhátíðardaga sjá gr. 2.3.2. 1.8. Útkall Þegar starfsmaður er kvaddur til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan tveggja klst. 1.9. Reglur um kaupgreiðslur Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Beri þann dag upp á frídag skal borga út síðasta virka dag mánaðarins. 1.9.1. Launaseðill Starfsmaður skal fá launaseðil við hverja útborgun þar sem greiðslan er sundurliðuð, svo sem í dagvinnu, eftirvinnu og yfirvinnu og unnar stundir í eftir-, nætur- og yfirvinnu greindar. Einnig verði allur frádráttur sundurliðaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==