Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

22 2. VINNUTÍMI 2.1. Dagvinna 2.1.1. Dagvinnutími í verslunum Virkur vinnutími í verslunum, þ.e. unninn tími án neysluhléa, í dagvinnu skal vera 36 klst. og 35 mínútur á viku. Dagvinnutími skal vera frá kl. 9:00–18:00 frá mánudegi til föstudags. Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnutími sem þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2., og er vikulegur vinnutími þá 39½ klst. Vinnutíma skal hagað með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitenda eftir því sem hentar á hverjum stað. Frá 1. janúar 2020 verður virkur vinnutími í verslunum án neysluhléa 35,83 klst. á viku. Séu kaffitímar teknir er vinnutími 38,75 klst. á viku. 2.1.2. Dagvinnutími skrifstofufólks og sölumanna Virkur vinnutími skrifstofufólks og sölumanna, þ.e. unninn tími án neysluhléa, í dagvinnu skal vera 36 klst. og 15 mínútur á viku. Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnu- tími sem þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2. og er vikulegur vinnutími þá 37½ klst. Vinnutíma skal hagað með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitenda eftir því sem hentar á hverjum stað, með lengingu daglegs vinnutíma fyrir kl. 9:00, eftir kl. 17:00 og/ eða styttri matartíma. Frá 1. janúar 2020 verður virkur vinnutími skrifstofufólks án neysluhléa 35,50 klst. á viku. Séu kaffitímar teknir er vinnutími 36,75 klst. á viku. - Sjá önnur ákvæði um sölumenn í gr. 1.5.3. (um námskeið) og gr. 3.5.3. (um kostnað á ferðum). 2.1.3. Dagvinnutími í brauðgerðarhúsum 2.1.3.1. Afgreiðslufólk í brauðgerðarhúsum Virkur vinnutími afgreiðslufólks, þ.e. unninn tími án neysluhléa, í dagvinnu skal vera 36 klst. og 35 mínútur á viku. Dagvinnutími skal vera frá kl. 8:00–18:00 frá mánudegi til föstudags. Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnutími sem þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2., og má þá dagvinnutími á viku að jafnaði vera 39½ klst. Vinnutíma skal hagað með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitenda eftir því sem hentar á hverjum stað. Frá 1. janúar 2020 verður virkur vinnutími í verslunum án neysluhléa 35,83 klst. á viku. Séu kaffitímar teknir er vinnutími 38,75 klst. á viku. 2.1.3.2. Aðstoðarfólk í brauðgerðarhúsum Virkur vinnutími aðstoðarfólks í brauðgerðarhúsum, þ.e. unninn tími án neysluhléa, í dagvinnu skal vera 36 klst. og 35 mínútur á viku. Dagvinnutími skal vera frá kl. 7:00–17:00 frá mánudegi til föstudags. Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnutími sem

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==