Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

48 10. UM RÉTT TIL VINNU OG AÐILDAR AÐ VR/LÍV 10.1. Réttur til vinnu Vinnuveitendur skuldbinda sig til þess að láta verslunarmenn sem eru félagsmenn VR eða viðkomandi aðildarfélags LÍV hafa forgangsrétt við ráðningu til allrar almennrar verslunar- mannavinnu skv. samningi þessum þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast er séu hæfir til þeirrar vinnu sem um er að ræða. 10.2. Réttur til aðildar að VR/LÍV Vinnuveitendur hafa frjálst val um það hvaða félagsmenn viðkomandi félaga þeir taka til vinnu. Nú vill vinnuveitandi ráða til sín mann í vinnu sem ekki er félagsmaður og er félagið þá skylt til þess að veita þeim manni inngöngu ef hann sækir um það og það brýtur ekki í bága við samþykktir félagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==