Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

50 12. UPPSAGNARFRESTUR 12.1. Uppsagnarfrestur Starfsuppsögn skal af beggja hálfu vera: 1 vika á fyrstu þrem mánuðum, sem er reynslutími, að honum loknum skal uppsagnarfrestur vera 1 mánuður á næstu 3 mánuðum. Eftir 6 mánaða starf skal uppsagnarfrestur vera 3 mánuðir. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar. Að reynslutíma loknum skal uppsögn auk þess bundin við mánaðamót. Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur: 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara. Þessi uppsagnarákvæði gilda þó ekki ef starfsmaður sýnir vítaverða vanrækslu í starfi sínu eða vinnuveitandi gerist brotlegur gagnvart starfsmanni. 12.2. Framkvæmd uppsagna 12.2.1. Almennt um uppsögn Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og gerðar á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns. 12.2.2. Viðtal um ástæður uppsagnar Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar, á starfsmaður innan fjögurra sólarhringa rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==