Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

59 BÓKANIR, YFIRLÝSINGAR, SAMKOMULÖG OG FYLGISKJÖL Bókun 2019 um fagnám í verslun Fagnám í verslun er verkefni sem gefur starfsmönnum kost á að sækja allt að 90 feininga nám og fá hæfni sýna metna til launa. Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins verður nýtt til að starfs- menn sem búa yfir tilgreindri hæfni fái hana metna til styttingar á náminu. Námið fer fram í Verslunar- skóla Íslands og verður blanda af fjarnámi, staðbundnum lotum og vinnustaðanámi. Námið gefur 90 feiningar sem skiptast í 60 feiningar í bóklegum starfstengdum áföngum og 30 feiningar í vinnustaðanámi undir leiðsögn starfsþjálfa á vinnustað. Námið byggir á hæfnigreiningum starfsins Verslunarfulltrúi sem hefur verið sett á 2. þrep í ISQF og Millistjórnanda í verslun sem hefur verið sett á 3. þrep í ISQF. Umsókn starfsmanns í námið er háð samþykki fyrirtækis og fer vinnustaðanámshluti námsins fram í samvinnu við fyrirtækið með aðkomu starfsþjálfa. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020 en einstaklingum verði boðið í raunfærnimat í október/nóvember 2019. Samningsaðilar eru sammála um að meta skuli hæfni starfsmanna á grundvelli námsins til launa. Hvor samningsaðili getur óskað eftir að fulltrúar samningsaðila fari yfir hvernig hæfnin skuli metin til launa. Bókun 2019 um leiguíbúðafélag Aðilar munu sameiginlega þróa áfram hugmyndir og útfærslur fjármögnunar leiguíbúðafélags, m.a. með aðkomu lífeyrissjóða á samningssviði aðila. Markmið félagsins er húnæðisöryggi leigjenda, hag- stæð húsaleiga og að skapa góðan fjárfestingarkost fyrir lífeyrissjóði. Bókun 2019 um launakerfi Samningsaðilar stefna að því að innleiða nýtt launakerfi sem hluta kjarasamningsins. Meginmarkmið þess er að launasetning innan fyrirtækja verði málefnaleg og sveigjanleg. Launakerfið verði valkostur til útfærslu á vinnustöðum sem heimilt frávik undir 5. kafla kjarasamninga. Ákvæði 5. kafla gilda að öllu leyti hvað varðar upptöku nýs launakerfis í fyrirtækjum. Hlutaðeigandi stéttarfélag, eða stéttar- félög ef fleiri en eitt eiga aðild að samkomulaginu, skal ganga úr skugga um að umsamin frávik og endurgjald fyrir þau, heildstætt metið, standist ákvæði laga og kjarasamninga um lágmarkskjör, sbr. ákvæði þar um í 5. kaflanum. 1. Grundvöllur Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að skilvirkur rekstur fyrirtækja sé forsenda góðra kjara starfsfólks og hóflegs vinnutíma. Stöðugar umbætur sem stuðla að aukinni framleiðni og skilvirkni tryggja rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Einn þáttur samkeppnishæfni er að launasetning fyrir- tækja tengist mælanlegum árangursþáttum í launakerfi sem þróað er í samstarfi aðila kjarasamninga.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==