Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

76 FYLGISKJAL 2011 VEGNA STARFSMANNAVIÐTALA Í 2. mgr. gr. 1.2.2. í kjarasamningi LÍV/VR og SA er kveðið á um að starfsmaður eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Samningsaðilar leggja áherslu á að sá réttur sé virtur. Sú framkvæmd að vinnuveitandi bjóði starfsmönnum viðtal um störf sín hefur aukist. Markmiðið með starfsmannaviðtali er að bæði vinnuveitandi og starfsmaður geti tjáð sig um starfið og tengd mál. Til að starfsmannaviðtalið verði sem gagnlegast er æskilegt að aðilar ræði þau málefni sem snúa að starfi starfsmanns. Samningsaðilar hafa sett fram leiðbeiningar um hvað er t.d. eðlilegt að ræða í slíkum viðtölum. Helstu verkefni í starfinu. Starfið sjálft og vinnuálag. Þekking starfsmannsins, fjöldi verkefna, verkefnastjórnun og ánægja í starfi. Starfsumhverfi. Starfsskilyrði og vinnuaðstaða. Samskipti. Við vinnufélaga, viðskiptavini og stjórnendur. Upplýsingaflæði. Starfsandinn á vinnustaðnum og endurgjöf næsta yfirmanns til starfsmanns. Starfsþróun og markmið. Núverandi starfssvið, námskeið og markmið til t.d. 12 mánaða. Laun, sé ekki ákveðið að ræða þau sérstaklega, þá síðar innan ársins. Önnur starfskjör.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==