Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

84 SÉRKJARASAMNINGUR MILLI VR/LÍV OG SA VEGNA STARFSFÓLKS HJÁ AFÞREYINGAR- OG FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJUM 1. gr. Gildissvið Sérkjarasamningur þessi gildir um samsett störf (afgreiðslu- og þjónustustörf ) hjá afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtækjum, þar sem starfsmenn sinna jafnt afgreiðslu, bókunum, símaþjónustu og sambærilegum verkefnum, samsett störf. Störf sem falla undir samning þennan eru m.a. afgreiðsla í hvalaskoðunarfyrirtækjum, ferjum, bílaleigum, söfnum, leikhúsum, hópferðabifreiðum og sala á ferðum inni á hótelum. Samningurinn er hluti aðalkjarasamnings aðila og hefur sama gildistíma. 2. gr. Laun Starfsfólk í afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtækjum 1.4.2019 1.4.2020 1.1.2021 1.1.2022 Byrjunarlaun 303.459 327.459 351.459 376.459 Eftir 6 mán. í starfsgr. 307.907 331.907 355.907 380.907 Eftir 1 ár í starfsgrein 313.149 337.149 361.149 386.149 Eftir 3 ár í starfsgrein 317.530 341.530 365.530 390.530 Eftir 5 ár í fyrirtæki 322.189 346.189 370.189 395.189 3. gr. Vinnutími 3.1. Dagvinna Dagvinnutími skal vera frá kl. 7:00-17:00 frá mánudegi til föstudags. Virkur vinnutími, þ.e. unninn tími án neysluhléa, skal vera 36 klst. og 35 mín. á viku, aldrei meira en 7 klst. og 19 mínútur á dag (7,32). Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnutími sem þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2. í aðalkjarasamningi, og vikulegur vinnutími þá 39½ klst., aldrei meira en 7 klst. og 54 mínútur á dag (7,9). Vinnutími frá 1. janúar 2020 Virkur vinnutími, þ.e. unninn tími án neysluhléa, skal vera 35 klst. og 50 mín. á viku, aldrei meira en 7 klst. og 10 mínútur á dag (7,16). Séu samningsbundnir kaffitímar teknir lengist vinnutími sem þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2. í aðalkjarasamningi, og vikulegur vinnu- tími þá 38 klst. og 45 mín., aldrei meira en 7 klst. og 45 mínútur á dag (7,75).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==