Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

85 3.2. Eftirvinna, næturvinna, yfirvinna og stórhátíðarvinna Fyrir vinnu utan dagvinnutímabils, sbr. gr. 3.1., á laugardögum og sunnudögum og samningsbundnum frídögum skv. gr. 2.3.1. í aðalkjarasamningi, er greidd eftirvinna eða næturvinna skv. gr. 2.2.1. Fyrir vinnu umfram tímafjölda sem nemur dagvinnuskyldu m.v. fullt starf, sbr. gr. 2.1.1. í aðalkjarasamningi, er greidd yfirvinna. Stórhátíðarvinna telst vinna á stórhátíðardögum, sbr. gr. 2.3.2. í aðalkjarasamningi. 3.3. Heimil frávik vegna vinnuskyldu á frídögum og stórhátíðardögum 3.3.1. Heimilt er að semja um í ráðningasamningi að í stað greiðslu skv. gr. 3.2. vegna helgi- og stórhátíðardaga sé greitt 45% álag á dagvinnulaun á almennum frídögum og 90% álag á stórhátíðardögum. Starfsmaður ávinnur sér þá inn vetrarfrí skv. gr. 3.4. 3.3.2. Auk vaktaálags ávinnur starfsmaður sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) fyrir helgi- og stórhátíðardaga skv. gr. 2.3. aðalkjara- samnings, sem falla á mánudaga til föstudaga. Frá 1. janúar 2020 verður ávinnsla vetrar- frídaga 94,2 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf vegna vinnutímastyttingarinnar. Vetrarfrí- dagar skulu veittir á tímabilinu frá 1. okt. til 30. apríl. Innvinnsla vetrarfrídaga miðast við 1. okt. til 30. sept. Sé vinnustað lokað á þeim dögum eða frí veitt fækkar vetrarfrídögum samsvarandi. Tilkynnt skal um lokun með a.m.k. mánaðar fyrirvara skv. ofangreindum dögum. Heimilt er með samkomulagi vinnuveitanda og starfsmanns að greiðsla komi í stað vetrarfrídaga, 8 klst. í dagvinnu fyrir hvern frídag m.v. fullt starf. Afleysingafólk fái vetrarfrídaga sem fallið hafa á starfstímabilið gerða upp við starfslok. 4. gr. Neysluhlé Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og vinnuveitanda. Neysluhlé skulu jafnan miðast við að vera 15 mínútur samfellt. Vinna í neysluhléum greiðist með eftir- eða yfirvinnukaupi eða styttir vinnutíma samsvarandi. 5. gr. Ferðir til og frá vinnustað Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes og Mosfellsbær), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðist af vinnuveitanda, (skv. Ferðakostnaðarnefnd ríkisins), sama regla gildir á öðrum þéttbýlis stöðum þar sem almenningsvagnar gagna frá morgni til kvölds alla daga vikunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==