Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

18 2. VINNUTÍMI 2.1. Dagvinna Öll vinna skal gerð upp miðað við virkan vinnutíma. Dagvinnutímabil telst tíminn frá kl. 7:00–19:00 á virkum dögum. Virkur vinnutími fyrir fulla dagvinnu skal vera 36 stundir og 15 mínútur á viku. Virkur vinnutími er raunverulega unninn tími án allra hléa. Vinnutími skal ákvarðaður á hverjum vinnustað þannig að bæði sé tekið tillit til þarfa starfsmanns og fyrirtækis. Frá 1. janúar 2020 verður virkur vinnutími fyrir fulla dagvinnu 35 klst. og 30 mínútur á viku. 2.1.1. Samfelldur dagvinnutími Hinn samningsbundna hámarksdagvinnutíma skal vinna innan ofangreindra marka þannig að dagvinnutími dag hvern verði samfelldur. 2.1.2. Samkomulag um skipulag vinnutíma Með samkomulagi vinnuveitanda og starfsmanna má skipuleggja vinnutíma fyrirfram í fyrirtæki þannig að ljóst sé hvernig vinnu verður háttað á tímabilinu. Vinnutíma starfsmanna í fullu starfi og starfsmanna í hlutastarfi má þá haga þannig að vikulegur vinnutími sé breytilegur á tímabili á milli kl. 7:00–19:00 mánudaga til föstudaga, sem er að hámarki allt að 16 vikur. Sé skipulagi vinnutíma á tilteknu tímabili þannig háttað að hann fari eina eða fleiri vikur fram úr 45 vinnustundum skal yfirvinnukaup greitt fyrir tímana sem eru umfram 45 á viku svo og fyrir tímann frá kl. 19:00 til 7:00 þó svo að ekki sé farið fram úr eðlilegri vikulegri vinnutímaviðmiðun að meðaltali á tímabilinu. Allar vinnustundir, allt að 36,15 stundum á viku, sbr. gr. 2.1. eða meðaltal tiltekins tímabils, sbr. fyrstu málsgrein þessa ákvæðis, skal greiða fyrir með venjulegum launum hvort sem um starfsmenn í hlutastarfi eða starfsmenn í fullu starfi er að ræða. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 35 klst. og 30 mínútur. Breytingar sem kunna að verða gerðar á vinnutímanum skulu að jafnaði liggja fyrir með 4 vikna fyrirvara. 2.1.3. Hámarksvinnutími á 16 vikna tímabili Meðalvinnutími reiknaður á allt að 16 vikna tímabili má ekki vera lengri en 48 vinnu- stundir og er þá yfirvinna meðtalin sbr. samkomulag um ákveðna þætti er varða skipu- lag vinnutíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==