Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

19 2.1.4. Sveigjanlegur vinnutími Ákvæði þessa kafla samningsins koma ekki í veg fyrir að samið sé um sveigjanlegan vinnutíma. 2.1.5. Bakvaktir og ónæði vegna síma 2.1.5.1. Bakvaktir Heimilt er að semja um bakvaktir þar sem starfsmanni er skylt að vera í símasambandi og að sinna útköllum, og skal þá greiða 1/3 dagvinnulauna fyrir hverja klst. á bakvakt nema um annað sé samið í ráðningarsamningi. Sinni starfsmaður bakvakt á stórhátíðardögum skal hann fá ofangreint hlutfall á yfirvinnukaupi. 2.1.5.2. Ónæði vegna síma Sé heima- eða farsími starfsmanna gefin upp í símaskrá af fyrirtæki eða vísað til hans á annan sambærilegan hátt skal tilgreina í ráðningarsamningi hvernig farið skuli með endurgjald fyrir þá vinnu og ónæði utan vinnutíma sem því er samfara. 2.1.6. Frí fyrir yfirvinnu Heimilt er með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitanda að greiða fyrir störf sem unnin eru utan dagvinnutíma með fríum á dagvinnutímabili, enda sé þá verðgildi unninna vinnutímaeininga þeirra er utan dagvinnu falla lagt til grundvallar. Uppgjör vegna slíkra starfa skal fara fram samtímis mánaðarlegu uppgjöri og skal þá greiða í peningum þann hluta slíkra starfa sem ekki hefur þegar verið greiddur í fríum eða verður greiddur í næsta mánuði á eftir nema aðilar séu sammála um að tengja slíkt frí orlofi starfsmanns. Fríin skulu tekin í heilum dögum í framhaldi af helgi og vera samfelld. Heimild þessi tekur ekki til yfirvinnu eftir kl. 12:00 á laugardögum í desember og eftir að dagvinnutíma lýkur á Þorláksmessu. 2.1.7. Frí vegna álags og lengri afgreiðslutíma verslana í desember Fastráðið afgreiðslufólk og lagermenn þeirra verslana sem hafa langan afgreiðslutíma í desember, svo sem á laugardögum eftir kl. 16:00, sunnudögum og Þorláksmessukvöld, og sem vinnur að minnsta kosti 50% starf á rétt á tveimur launuðum frídögum. Óski launþegi þess á hann rétt á 10% launauppbót miðað við eigin dagvinnulaun í desember í stað tveggja frídaga. Ósk um slíkt skal borin fram í byrjun desember. Samningsaðilar eru sammála um að frídaga þá sem afgreiðslufólk vinnur sér inn vegna lengri afgreiðslutíma í desember megi veita fyrir hádegi á aðfangadag og gamlársdag eða eftir jól.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==