Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

24 2.6. Um réttindi þeirra sem vinna hluta úr degi Fólk sem ráðið er til starfa hluta úr degi og vinnur reglubundinn vinnutíma skal taka hlutfallsleg mánaðarlaun miðað við vinnutíma fastráðins fólks, sbr. gr. 2.1. Starfsfólk sem vinnur reglubundið hluta úr degi hjá sama vinnuveitanda skal njóta sama réttar um greiðslur fyrir samningsbundna frídaga, veikinda- og slysadaga o.fl . og það sem vinnur fullan vinnudag, og skulu greiðslur miðaðar við venjulegan vinnutíma starfsmanns. Aðilar eru sammála um að ofangreint ákvæði eigi jafnt við um þá sem vinna samfellt hluta úr degi alla vikuna og þá sem vinna reglubundið t.d. einn dag í viku eða hluta af einum degi. Nánar fer um starfsmenn í hlutastörfum skv. samningi aðila um hlutastörf og eftir því sem við á í lögum um starfsmenn í hlutastörfum. [Bókun 1989 um vinnutíma afgreiðslufólks sem vinnur a.m.k. 32 klst. í dagvinnu á viku: Meginreglan um vinnutíma afgreiðslufólks sem hefur störf árdegis og vinnur alla virka daga skal vera sú að vinna hefjist kl. 9:00 að morgni. Frá þessu skal aðeins vikið hvað ein- staka starfsmann varðar að fyrir liggi ósk viðkomandi um styttri vinnutíma. Núgildandi fyrirkomulagi um vinnutíma skal segja upp með tilskildum fyrirvara þannig að vinnutími og launagreiðslur viðkomandi breytist fyrst að þeim tíma loknum.]

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==