Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

25 3. VINNUHLÉ, MATARTÍMAR, FÆÐIS- OG FLUTNINGSKOSTNAÐUR 3.1. Vinnuhlé í dagvinnu Starfsmenn eiga rétt á vinnuhléi sem nemur að minnsta kosti ½ klst. alls á dag nema að um annað sé samið. Daglegur tími sem fer í vinnuhlé má ekki fara fram úr 1 klst. nema vinnudagur fari fram yfir 8 klst. á dag, þá má vinnuhlé fara í 1½ klst. á dag. Á þeim dögum sem vinnutíma lýkur fyrir kl. 14:00 geta samningsaðilar samið um að ekki skuli tekið vinnuhlé. 3.2. Matartímar utan dagvinnutímabils Veita skal kvöldmatartíma á tímabilinu kl. 19:00 til 20:00 og greiðist hann með yfirvinnu kaupi. Sé matartíminn unninn eða hluti af honum greiðist til viðbótar vinnutímanum og með sama kaupi 1 klst. og skal það einnig gert þótt skemur sé unnið. Sé yfirvinna unnin skal matartími vera frá kl. 3:00 til 4:00. 3.3. Ferðir til og frá vinnustað Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu, á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda. 3.4. Vinna utan samningssvæðis 3.4.1. Fæðis- og flutningskostnaður Sé vinna innt af hendi utan samningssvæðis skal vinnuveitandi sjá starfsmanni fyrir ókeypis fæði, húsnæði svo og ferðum fram og til baka. 3.4.2. Kostnaður á ferðum sölumanna Vinnuveitandi skal ávallt greiða allan uppihaldskostnað svo og ferðakostnað í söluferðum samkvæmt reikningi. Vegna lengri vinnutíma í söluferðum skal greiða sölumanni 43% álag á mánaðarlaun standi söluferð 5 daga eða skemur, en 65% álag standi söluferð lengur en 5 daga. Skal álag þetta greitt á mánaðarlaun í réttu hlutfalli við þann fjölda daga sem ferðast er utan 60 km akstursleiðar frá aðalstöðvum fyrirtækisins ef ekki hefur verið um annað samið. Noti sölumenn eigin bifreið skal greitt fyrir hana samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðar- nefndar ríkisins, þ.e. utanbæjar, en sé hún notuð innanbæjar skal semja um daggjald.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==