Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

39 9.4. Lífeyrissjóðir 9.4.1. Starfræksla lífeyrissjóða Samkomulag er um að starfræktir skuli lífeyrissjóðir sem starfi samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum eða þeim sem samningsaðilar síðar samþykkja og á skrifstofu- og verslunarfólk sem fyrrgreindur samningur nær til rétt á að gerast aðilar að þeim. - Sjá lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 9.4.2. Ávöxtun Samningsaðilar eru sammála um að auk ávöxtunar ráðstöfunarfjár í samræmi við 9. gr. samþykktar lífeyrissjóðsins sé rétt að lífeyrissjóðurinn ávaxti fé sitt með lánum til atvinnu- veganna með sem hagkvæmustum hætti. 9.4.3. Iðgjöld Iðgjöld til lífeyrissjóða reiknast skv. gildandi reglum. Frá 1. júlí 2018: 11,5%. 9.4.4. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skal skipuð jafnmörgum fulltrúum frá samtökum vinnuveitenda og VR. 9.4.5. Viðbótarframlög til lífeyrissparnaðar Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir vinnuveitandi framlag á móti með eftirfarandi hætti: Mótframlag vinnuveitenda nemur 2% gegn 2–4% framlagi starfsmanns. 9.5. Starfsendurhæfingarsjóður Atvinnurekendur greiða 0,1% í Starfsendurhæfingarsjóð, sbr. yfirlýsingu ASÍ og SA sem fylgir samningi þessum. 1 Gjald til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs verður 0,1% á árunum 2016 og 2017.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==