Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

38 9. SJÚKRASJÓÐUR, ORLOFSSJÓÐUR, STARFSMENNTASJÓÐUR, LÍFEYRISSJÓÐIR OG STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR 9.1. Sjúkrasjóður Vinnuveitendur skulu greiða 1% af útborguðu kaupi starfsmanna í sjúkrasjóð viðkomandi stéttarfélags nema um hærri greiðslur hafi verið samið í kjarasamningum. - Sjá lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Enn fremur lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. 9.2. Orlofssjóður Vinnuveitendur greiði til Orlofsheimilasjóðs verslunarmanna 0,25% af sama launastofni og lífeyrissjóðsiðgjöld eru reiknuð. Samningsaðilar eru sammála um að viðkomandi lífeyrissjóðir annist innheimtu gjalds þessa ásamt jafnháu iðgjaldi til Félagsheimilasjóðs verslunarsamtakanna eða annarra vinnuveitenda sem eru aðilar að samningi þessum, eftir nánari ákvörðun greiðanda. Innheimtukostnaður skiptist jafnt. - Sjá lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. 9.3. Starfs- og endurmenntunarsjóður Starfræktur skal starfs- og endurmenntunarsjóður með það að markmiði að stuðla að aukinni færni og menntun verslunarmanna. Sjóðurinn skal einnig hafa það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni íslenskra verslunarfyrirtækja sem starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Greiðslur úr sjóðnum skulu einnig standa undir gerð námsefnis og stuðla að fjölbreyttu námsframboði fyrir atvinnugreinina. Félagsmenn VR og annarra aðildarfélaga LÍV skulu sækja um styrk beint til stéttarfélag- anna. Fyrirtæki sem aðild eiga að FA skulu beina umsóknum um styrki til FA. Stjórn sjóðsins skal skipuð tveimur aðilum frá hvorum samningsaðila og skal hún setja sjóðnum starfsreglur um hvernig greiðslum úr sjóðnum skuli háttað. Framlag vinnuveitenda í sjóðinn skal vera 0,3% af sama launastofni og lífeyrissjóðsiðgjöld eru reiknuð. Stéttarfélögin skulu greiða mótframlag sem nemur 0,05% af sama stofni. Verði sjóðurinn lagður niður skulu þeir fjármunir sem kunna að verða eftir í honum renna til aðila samnings þessa í sama hlutfalli og þeir hafa greitt í hann. Heimilt er að endurskoða ákvæðið á samningstímanum, m.a. með tilliti til ákvæðis 3. mgr. þessarar greinar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==