Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

8 1. KAUP 1.1. Lágmarkslaun Samningsaðilar skulu vinna að því að laun fyrir fullt starf fullgildra starfsmanna, 18 ára og eldri, verði að loknum þriggja mánaða reynslutíma sem hér segir á samningstímanum: 1. apríl 2019 318.410 kr. 1. apríl 2020 342.410 kr. 1. janúar 2021 366.410 kr. 1. janúar 2022 391.410 kr. Þar sem þessu marki verður ekki náð munu samningsaðilar sameiginlega í samvinnu við vinnuveitanda þess starfsmanns sem á í hlut beita sér fyrir því að viðunandi lausn finnist á kjörum starfsmannsins. 1.1.1. Mánaðarlaun ungmenna Laun ungmenna skulu vera eins og hér greinir: Yngri en 18 ára skulu eigi vera lægri en 80% af lágmarkslaunum. Þeir sem yngri eru en 16 ára skulu eigi taka lægri laun en 75% af lágmarkslaunum. Laun ungmenna skulu miðast við áramót þess árs sem þau ná tilskildum aldri. 1.2. Hækkun launa 1.2.1. Kauptaxtar Í stað áðurgildandi kauptaxta koma nýir sem eru hluti samnings þessa, sbr. meðfylgjandi fylgiskjal bls. 69. Kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. Launabreytingar Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks. Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðarlaun. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr. Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 24.000 kr. 1. janúar 2022 25.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==