Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

9 Fyrrnefndar hækkanir á kauptaxta eru reiknaðar í útgefnum töxtum í gr. 1.1. og í fylgiskjali bls. 69 Kjaratengdir liðir Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5% á sömu dagsetningum nema um annað hafi verið samið. Launa- og forsendunefnd Sérstök launa- og forsendunefnd skal þegar taka til starfa. Nefndin skal skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af FA og tveimur fulltrúum frá VR. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á forsendur kjarasamninganna og ákvæði samninganna um hagvaxtarauka og taxtaauka. Hagvaxtarauki Á árunum 2020–2023 komi til framkvæmdar launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Útreikningur launaaukans byggir á bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um vísitölu vergrar landsframleiðslu á mann sem birtast í byrjun mars ár hvert fyrir næstliðið ár. Launaaukinn bætist bæði við mánaðarlaunataxta kjarasamninga og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Neðangreind tafla sýnir fjárhæð launaaukans og forsendur hans. Við ákvörðun launaauka vegna áranna 2019–2022, sem koma til framkvæmdar árin 2020–2023, skal taka tillit til uppfærðra bráðabirgðatalna fyrir þau ár sem lögð hafa verið til grundvallar við útreikning launaaukans. Launaaukinn greiðist 1. maí. Launa- og forsendunefnd aðila ákvarðar fjárhæð launaaukans verði tilefni til greiðslu hans. Kauptrygging vegna launaþróunar Á árunum 2020–2022 reiknast ár hvert kauptaxtaauki vegna launaþróunar, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Verg landsframleiðsla á hvern íbúa, hækkun milli ára 1,0–1,50% 1,51–2,00% 2,01–2,50% 2,51–3,00% > 3,0 Launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu 2.250 kr. 4.125 kr. 6.000 kr. 7.875 kr. 9.750 kr. Launaauki á mánaðarlaunataxta kjarasamninga 3.000 kr. 5.500 kr. 8.000 kr. 10.500 kr. 13.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==