Aðventuferðir 2020

Aðventuferðir Aðventutöfrar og hrífandi áfangastaðir er það sem við upplifum í þessari glæsilegu ferð um Móseldalinn . Hin söguríka borg Rómverja, Tríer, elsta borg Þýskalands, lætur engan ósnortinn. Hún er rík af fornminjum og skartar jafnan sínu fegursta á aðventunni. Ljómi aðventunnar og ilmurinn af glöggi kemur okkur í jólastemningu í heillandi dagsferðum frá Tríer, m.a. til bæjarins Bernkastel-Kues sem hefur verið kallaður andlit Móseldalsins og er rómaður fyrir falleg bindingsverkshús ogmiðaldablæ. Cochem er með fallegri bæjum við ána en hann státar af fögrum kastala semgnæfir sem kóróna yfir bænum og dásamlegum jólamarkaði. Mikið er umdýrðir í Rüdesheim , yndislegumbæ við ána Rín sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og þar skoðum við hinn svonefnda jólamarkað þjóðanna. Aðventublærinn umvefur okkur í vínbænum Traben-Trarbach við ána Mósel en þar upplifum við sérstakan jólamarkað sem er einsdæmi ogmikil hefð fyrir í fyrrum vínkjallara frá 16. öld. Einnig verður farið í töfrandi aðventusiglingu á Mósel og hin glæsilega borg Koblenz sótt heim en hún stendur við ármót Mósel og Rín. Borgin státar af einum fallegasta jólamarkaði Móseldalsins. Aðventuævintýri í Tríer 28. nóvember - 5. desember Fararstjórn: Pavel Manásek Verð: 224.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Bjarmi aðventunnar og heillandi áfangastaðir er það sem við upplifum í þessari frábæru ferð til Suður-Tíról á Ítalíu . Ljósadýrðin og aðventustemningin er hvarvetna mikil á þessum yndislega tíma. Ferðin byrjar inn á milli Alpafjallanna í Brixen í Suður-Tíról. Þaðan verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. til miðaldabæjarins Trento í Trentino héraði en hann líkist helst litlu jólaþorpi með fjölmörgum jólahúsum upp við gömlu virkisveggina. Mikið er um aðventudýrð í bænum St. Ulrich í dalnum Val Gardena sem rómaður er fyrir fegurð. Farið verður með kláfi upp á Seiser alm sem er hæsta hálendisslétta Evrópu, þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir tinda Alpafjallanna. Í Bolzano er áhugavert að skoða safnið þar sem líkamsleifar fjallabúans og veiðimannsins Ötzi eru varðveittar en hann lá undir ís í rúm 5000 ár. Einnig verður komið til heilsubæjarins Merano sem er einstaklega heillandi. Við endum þessa ljúfu aðventuferð í austurrísku borginni Innsbruck í Tíról en borgin þykir afar heillandi enda ævintýralega skreytt og umlukin Alpafjöllunum. Aðventusveifla í Suður-Tíról 28. nóvember - 5. desember Fararstjórn: Sigrún Valbergsdóttir Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s 8 dagar 8 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==