Aðventuferðir 2020

Í faðmi fjallanna er einstakt að vera á aðventunni og Tíról í Austurríki er alger ævintýraheimur. Við hefjum ferðina í heimsborginni München á aðaljólamarkaði borgarinnar áður en haldið er áfram til Seefeld , yndislegs bæjar í fjöllum Austurríkis. Bærinn hvílir í sal Wetterstein-, Mieminger- og Karwendel fjalla og verður hann okkar dvalarstaður í þessari aðventuferð. Við heimsækjum miðaldaborgina Brixen , elstu borg Tíróls á Norður-Ítalíu, þar sem stórfenglegur barokkarkitektúr er við rætur töfrandi Alpanna. Farið verður til hinnar einstaklega heillandi alpaborgar Innsbruck sem er á sama tíma lífleg, alþjóðleg og aðlaðandi. Kristalsheimur Swarovski í Wattens verður skoðaður en hann er í sérstökum jólabúningi á þessum árstíma. Eins heimsækjum við borgina Kufstein , upplifum einstakan jólamarkað þar og förum í miðaldakastalann sem gnæfir yfir borginni með sínu heimsfræga útiorgeli. Hér er á ferðinni einstök ferð um yndislegt svæði sem skartar sínu fegursta á aðventunni. Aðventutöfrar í Tíról 27. nóvember - 2. desember Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir Við hefjumþessa aðventuferð í menningarborginni Leipzig sem var og er miðpunktur tónsmíða, tónlistar og verslunar. Borgin hefur einstakt aðdráttarafl ogmargir segja hana vera hinu nýju Berlín. Við förum í dagsferð til Dresden , höfuðborgar Saxlands sem tekur á móti okkur með einum elsta aðventumarkaði landsins. Angan af jólaglöggi og ristuðummöndlum svífur yfir og er í hugummargra hinn eini sanni fyrirboði hátíðarinnar semnálgast. Borgin varð á 15. öld aðseturWettiner furstanna enmeðal afkomanda þeirra var Ágúst sterki sem átti stóran þátt í að gera Dresden að þeirri fallegu borg sem kölluð var Flórens við ána Saxelfi. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í höfuðborginni Berlín en á leiðinni þangað verður komið við í Dessau , hjarta Bauhaus byggingarlistarinnar. Berlín hefur upp á ótal margt að bjóða en þangað sækja margir menningarþyrstir og er borgin aðdráttarafl listamanna hvaðanæva úr heiminum. Við höldum í skemmtilega skoðunarferð umþessa stórbrotnu borg þar semþað markverðasta verður skoðað. Hér ríkir sannur jólaandi ogmá finna jólamarkaði víðsvegar umborgina þar sem upplagt er að ylja sér með heitan drykk og njóta lífsins í sannri jólastemningu. Aðventuljómi í Leipzig & Berlín 1. - 6. desember Fararstjórn: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 177.700 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. 6 dagar 6 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==