Aðventuferðir 2020

Þessi einstaka jólaferð hefst með flugi til Helsinki, þaðan sem siglt verður yfir til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Þessi rómantíska og fallega miðaldaborg á sér um 800 ára gamla sögu en þar er að finna einstaklega vel varðveittar miðaldakirkjur , virkisturna og hús byggð í stíl Hansakaupmanna. Á aðventunni svífur yndislegur jólaandi yfir borginni og má geta þess að jólamarkaðurinn í Tallinn var árið 2018 valinn sá fallegasti í Evrópu af gestum vítt og breitt um heiminn. Gamli miðbærinn í Tallinn, með sínar þröngu, steinlögðu götur , er ævintýri líkastur enda er hann skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi best varðveitta miðaldaborg í Norður-Evrópu heillar alla sem þangað koma. Gist verður á 4* hóteli í hjarta Tallinn. Í lok ferðar förum við yfir til Helsinki þar sem boðið verður upp á skoðunarferð um borgina með heimamanni. Gist verður í eina nótt á vel staðsettu hóteli í miðbæ Helsinki. Jólaferð til Tallinn & Helsinki 25. - 29. nóvember Fararstjórn: Pétur Óli Pétursson München er glæsileg á aðventunni en hún skartar fallegum jólamarkaði sem breiðir úr sér frá ráðhúsi borgarinnar á Marienplatz torginu. Ljómi og ilmur aðventunnar kemur okkur í jólastemningu í aðalmenningar- og listaborg Þýskalands. Við fljúgum til München þar sem gist verður í 4 nætur á hóteli í miðbænum. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um helstu staði borgarinnar þar sem við skoðum m.a. gotnesku dómkirkjuna með laukturnunum tveimur, Marienkirche . Úr turni ráðhússins hljómar ægifagurt klukknaspil tvisvar sinnum á dag. Við förum í töfrandi dagsferð til gömlu ríkis- og virkisborgarinnar Nürnberg sem er önnur stærsta borg Bæjaralands . Þar má finna elsta og frægasta jólamarkað landsins og við njótum alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. München er heillandi á þessum árstíma með aðventuskreytingum, jólamörkuðum , kirkjum, söfnum og mörgum skemmtilegum verslunargötum. Jólaferð til München 9. - 13. desember Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 144.800 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli í Helsinki, ferja til og frá Tallinn, skoðunarferð í Tallinn og Helsinki og íslensk fararstjórn. Verð: 144.800 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting með morgunverði, 1 kvöldverður, ferðir til og frá flugvelli í München, skoðunarferð til Nürnberg og íslensk fararstjórn. Sjá fleiri aðventuferðir og ítarlegri ferðalýsingar á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 5 dagar 5 dagar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==