Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1000 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Sýn Að skapa spennandi mynd af mögulegri framtíð fyrir einstaklinginn og fyrirtækið burtséð frá því hvernig staðan er í dag. • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja mikilvægi forystu, stjórnunar og skyldra drifkrafta fyrir velgengni • Lýsa þeirri reynslu og þeim gildum sem tengjast leiðtogahlutverkinu • Nota innri kynningu til að opna tjáskiptaleiðir og byggja upp traust • Skapa eigin framtíðarsýn sem leiðtogar og stjórnendur YFIRLIT Það er mikilvægt að skoða jafnvægið milli þess sem við erum að gera í dag og hvað við, sem stjórnendur og leiðtogar, erum að láta aðra gera. Hvernig getum við fundið og fínstillt stjórnunarstíl sem mun leiða fram það besta í okkur til að ná sem bestum árangri fyrir okkur sjálf og fyrirtæki okkar? SAMHENGI Heimurinn hefur breyst. Fyrir þrjátíu árum réðu fyrirtæki stjórnendur og leiðtoga en þetta tvennt fór ekki alltaf saman. Í dag verða stjórnendur ekki aðeins að vera virkir leiðtogar heldur verða þeir einnig að geta þjálfað og kennt öðrum. Við getum flest staðið okkur vel í öðru hvoru hlutverkinu, leiðtogi eða stjórnandi. Að finna jafnvægi milli þessara tveggja hlutverka er verkefni allra nútímastjórnenda og leiðtoga. ÞRÓUM EIGIN FORYSTUHÆFILEIKA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==