Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1001 Færniþættir sem unnið er með: TJÁSKIPTI TIL FORYSTU YFIRLIT Stjórnendur og leiðtogar verða að vera færir um að eiga árangursrík tjáskipti til að tengjast öðrum og ná fram skuldbindingu þeirra. Í árangursríkum tjáskiptum felst að beita áhrifaríkri hlustun, forðast síur og fordóma, endurorða og tjá sig á sannfærandi hátt. SAMHENGI Framúrskarandi hlustunarhæfni og getan til að fá aðra á sitt band er það sem skilur milli góðra og frábærra leiðtoga. Marshall Goldsmith, metsöluhöfundur og leiðtogaráðgjafi, helgar heilan kafla mikilvægi hlustunarhæfni í bók sinni „What Got You Here Won’t Get You There.” Hann heldur því fram að 80% af árangri þínum í að læra af öðrum byggist á því hversu vel þú hlustir. Hann staðhæfir að margir telji hlustun óvirka aðgerð, þegar hún er í raun réttri mjög virk og krefst virkni alls líkamans, einkum og sér í lagi heilans. Skilyrðislaus hlustun byggir upp traust, trúverðugleika og virðingu. Ein ástæðan er sú að þegar þú hlustar í stað þess að semja svar þitt í huganum á meðan hinn aðilinn talar, verður svar þitt í raun meira viðeigandi og hittir beint í mark. Hvað þú segir, sannar hversu vel þú hlustar. Nýleg rannsókn Fortune tímaritsins á 1000 stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum sýnir að sannfæringarkraftur er einn af 10 mikilvægustu færniþáttunum sem stjórnendur og leiðtogar þurfa að búa yfir til að ná árangri. Hæfni til að hafa áhrif á aðra er nauðsynleg til að hámarka árangur hópa og fyrirtækja. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa tækifæri til umræðna/endurgjafar til að loka „samskiptalykkjunni“ • Beita áhrifaríkri spurninga- og hlustunartækni sem styrkir sambönd • Íhuga ýmis samskiptaform og áhrif þeirra Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==