Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6301 VERKEFNAÁÆTLANIR YFIRLIT Hæfni til að gera verkefnaáætlanir, stórar eða smáar, einfaldar eða flóknar, er nauðsyn í viðskiptaumhverfi dagsins í dag. Til að koma í veg fyrir að verkefni fari í vaskinn og fólk fari út af brautinni, sem hefur þau áhrif að árangurinn lætur á sér standa og tímamörk standast ekki, þá þarftu tæki og tól til að ljúka verkefnum á farsælan hátt. SAMHENGI Þegar allt kemur til alls þá er það fólk sem hrindir verkefnum í framkvæmd. Þó línurit og áætlanir séu leiðarvísir í átt að árangrinum þarf þátttöku hópsins við að eigna sér verkefnið og taka ábyrgð á að ljúka því á farsælan hátt. Þú þarft að stíga út úr verkefninu og tengjast því fólki sem mun nota krafta sína til að gera verkefnið árangursríkt. Þessi eining inniheldur ferli til að varða leiðina og halda sig á réttri leið við gerð verkáætlana. Þú skoðar hvernig við fyllum fólk ábyrgðartilfinningu, komum auga á styrkleika, sjáum fyrir áskoranir og gerum liðsmenn ábyrga til að tryggja árangursríka innleiðingu áætlunarinnar. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Setja verkefni í áætlunarferli til að ná árangri • Nota SVÓT greiningu til að koma auga á styrkleika áætlunar og yfirstíga hindranir • Gera það fólk sem þátt tekur í verkefninu ábyrgt og áreiðanlegt Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==