Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6200 ÁRANGURSRÍK BREYTINGASTJÓRNUN YFIRLIT Mesta áskorun stjórnenda er að leiða fyrirtæki og starfsmenn þess í gegnum breytingar. Í þessari einingu er kastljósinu beint að áhrifum breytinga og síbreytilegu hlutverki stjórnandans í breytingaferlinu. SAMHENGI Sem stjórnandi berðu ábyrgð á þremur sviðum í breytingastjórnun: 1. Stýra sjálfum breytingunum 2. Stýra einstaklingum í gegnum breytingarnar 3. Stýra sjálfum þér í gegnum breytingarnar Með því að nálgast viðfangsefnið með góðum undirbúningi og á skipulagðan hátt getur þú áætlað og hrint í framkvæmd nauðsynlegum aðgerðum við að leiða fyrirtæki þitt í gegnum breytingar. Megin færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: 1. Forðast algengustu mistök við breytingastjórnun 2. Skilja breytingalíkanið 3. Skilgreina þær breytingar sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag 4. Stýra sér og öðrum í gegnum breytingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==