Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6103 BREYTINGASTJÓRNUN ÁN VALDS YFIRLIT Allir eru færir um að leiða breytingar, burtséð frá stöðu og flest fyrirtæki leita að fólki sem getur hjálpað því að takast á við innleiðingu breytinga. Breytingastjórnun án valds felur í sér að kortleggja núverandi breytingar, skilja breytingaferlið, koma auga á tækifæri til forystu og skapa sveigjanleika um leið og vald yfirmanna er haft í heiðri. SAMHENGI Vinnuumhverfi dagsins í dag er í stöðugri þróun og tekur sífelldum breytingum. Almennt mætir þú breytingum á fleiri en einum stað á starfsferli þínum í einu. Stundum leiðir þú breytingarnar formlega en stundum ertu aðeins einn hluti af stærri breytingu innan fyrirtækisins. Þú hefur tækifæri til að stimpla þig inn sem leiðtoga jafnvel þó þú sért ekki í forystu fyrir breytingarnar. Með því að byggja upp orðspor þitt sem aðili sem er talsmaður breytinga hefur þú áhrif á ímynd þína innan fyrirtækisins. Það hefur líka mikil og jákvæð áhrif á ánægjuna og hvatninguna sem þú færð út úr starfi þínu. Í þessari einingu kortleggur þú hversu mikinn þátt þú tekur í breytingum innan fyrirtækisins. Þú tileinkar þér leiðir til að leiða breytingar án beins valds og vinnur að því að auka sveigjanleika þinn á meðan á breytingum stendur. Þú gerir áætlun um að vera talsmaður breytinga og leiða breytingar á vinnustaðnum, jafnvel þó þú sért ekki í yfirmannshlutverki. Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Kortleggja hlut sinn í breytingum innan fyrirtækisins • Fylgja leiðum til að leiða breytingar án valds • Skilja stöðu sína í breytingalíkaninu • Sýna sveigjanleika frammi fyrir breytingum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==