Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6102 YFIRLIT Þessi eining tekur á mikilvægi framlags hvers og eins til að hópurinn haldi jákvæðninni og einbeitingunni á breytingatímum. Þátttaka hópsins í breytingum felur í sér að skilja lögmál um þátttöku, beita samskiptareglum, verða hlustunarteymi og beita breytingalíkani til að innleiða nýjar leiðir. SAMHENGI Í dag er gerð sú krafa að hver liðsmaður leggi sitt af mörkum, oft í fleiri en einu teymi. Það getur skipt sköpum á þínum starfsframa að vera þekkt(ur) fyrir að koma hlutum í verk. Það að hafa orðspor verðmæts liðsmanns hefur áhrif á starfsmarkmið þín, sambönd á vinnustað, tækifæri á leiðtogastöðu og síðast en ekki síst þá ánægju og hvatningu sem þú færð út úr starfinu. Það getur líka haft áhrif á hvernig hópurinn tekst á við breytingar. Hver einstaklingur getur haft mikilvæg áhrif á árangur breytinga. Í þessari einingu vinnur þú með viðhorfið sem endurspeglar þann stuðning sem þú veitir öðrum á meðan breytingar eiga sér stað og framlag þitt til árangurs breytinga innan hópsins. ÞÁTTTAKA HÓPS Í BREYTINGUM Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina lögmál um þátttöku í breytingum • Þróa sterk sambönd innan hópsins • Hlusta af meiri athygli • Nýta breytingalíkan í hópsamskiptum Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==