Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6101 TÖKUMST Á VIÐ BREYTINGAR YFIRLIT Í þessari einingu einbeitir þú þér að breytingum sem eru innan þíns áhrifasviðs. Þú skuldbindur þig til að aðlaga vinnumynstur þitt þeim áskorunum sem breytingar hafa í för með sér. Þú skoðar leiðir til að breyta viðhorfi þínu til að mæta erfiðleikum sem fylgja síbreytilegu vinnuumhverfi. Þú skuldbindur þig til að sýna sveigjanleika og aukna framleiðni þegar breytingar eiga sér stað svo þú hafir jákvæð áhrif á aðra innan fyrirtækisins. SAMHENGI Í heimi sí-hraðari breytinga eru fáir færniþættir jafn mikilvægir og hæfileikinn til að aðlagast breytingum. Stundum er auðvelt að aðlagast þeim. Þú nýtur áskorana og tækifæra sem breytingarnar fela í sér. Stundum streitumst við á móti, einblínum á það sem við töpum með breytingunum frekar en það sem við gætum hagnast um. Hæfni þín til að aðlagast breytingum á vinnustað vekur oftast athygli yfirmanna og samstarfsfélaga. Það er því mikilvægt að aðlagast hratt og örugglega, hvaða tilfinningar sem breytingarnar kveikja. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina áskoranir sem breytingar hafa í för með sér • Skuldbinda sig til að nýta ráð til að aðlagast breytingum • Breyta vinnumynstri og viðhorfi Megin færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==