Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6100 ÞÁTTTAKA Í BREYTINGUM YFIRLIT Þessari einingu er ætlað að tryggja að allir hefji breytingaferlið á sama fæti. Hún er hönnuð til að leiða fólki fyrir sjónir lykilatriði sem hafa þarf í huga við breytingar. Þátttakendur verða meðvitaðri um hvernig þeir og aðrir bregðast við breytingum. SAMHENGI Upp koma sérstakar áskoranir þegar breytingar eiga sér stað innan fyrirtækja. Til að mæta þessum áskorunum verður þú að vera skapandi, kraftmikil(l) og sveigjanleg(ur). Í þessari einingu greinir þú þessar áskoranir breytingastjórnunar og hvernig þær hafa áhrif á liðsheildina, bæði í starfi og einkalífi. Þú lærir á líkan fyrir breytingar innan fyrirtækja og ákvarðar hlutverk þitt í að koma fyrirtækinu í gegnum breytingalíkanið á árangursríkan hátt. Megin færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina áskoranirnar sem felast í breytingastjórnun • Nýta aðferðir við að ná fram þátttöku í breytingum • Nálgast þátttöku í breytingum á skapandi og kraftmikinn hátt

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==