Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6007 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nota tækni til ákvarðanatöku við lausn krefjandi vandamála • Ná samkomulagi og sátt um niðurstöðu með því að beita aðferðum þar sem hópurinn í heild tekur ákvörðun • Nota leiðatré til að úthluta verkefnum og koma ákvarðanatöku í farveg • Beita grundvallarlögmálum til að stýra streitu og áhyggjum Megin færniþættir: • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tengir saman nýjar og gamlar hugmyndir í einstakri aðferð til að leysa vandamál og nýta tækifæri. • Ákvarðanataka Tileinkar sér og skilur staðreyndir, vegur áhættu og forgangsraðar kostum af hlutlægni svo leiðir til ákveðinnar aðgerðar. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og umhverfi í vinnu af sveigjanleika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu viðhorfi. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar með framsæknum hætti eftir tækifærum til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu í nýjar áttir til að uppfylla markmið fyrirtækisins. • Árangursmiðaður Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir þar sem allir vinna. SAMANTEKT Best er að ákvarðanir séu teknar á því stigi sem kemur til framkvæmda. Stundum getur virst óhagkvæmt að leggja tíma í að greina kostina. Til eru mörg verkfæri til að taka og innleiða ákvarðanir með þeim hætti að hópurinn allur standi að baki þeim og styðji þær. Við munum greina mismunandi aðferðir til að taka ákvarðanir sem njóta almenns stuðnings og byggja á framlagi annarra. SAMHENGI Ákvarðanataka er á meðal erfiðustu viðfangsefna fyrirtækja. Hæfileikinn til að taka góðar ákvarðanir getur verið það sem skilur á milli feigs og ófeigs í fyrirtækjarekstri. Hver króna sem fyrirtæki eyðir eða tekur við er bein afleiðing af ákvörðun. Vanalega eru mikilvægar ákvarðanir teknar af hópi fólks fremur en einstaklingum. Meginverkefnið er að finna gagnlegustu leiðina við að kalla saman teymismeðlimi með ólík viðhorf og bakgrunn, hámarka sérþekkingu þeirra og komast að niðurstöðu sem allt teymið styður. ÁKVARÐANATAKA OG SAMVINNA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==