Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4204 SAMSKIPTAHÆFNI: MYNDUN TENGSLA VIÐ AÐRA YFIRLIT Í þessari einingu skoðar þú áhrifin sem beiting samskiptareglna Dale Carnegie, til að byggja upp tengsl og traust, hefur á þróun þína í starfi. Þessar níu reglur mynda grunn að faglegum samskiptum sem einkennast af virðingu og skilningi. SAMHENGI Traust er grunnur allra árangursríkra sambanda. Þegar þú treystir vinnufélögum þínum eru tengsl til staðar, þú ert afkastameiri og hefur meiri ánægju af störfum þínum. Yfirmenn okkar gera miklar kröfur til okkar flestra og fyrirtækin krefjast þess að við gerum meira, betur og ódýrar en í gær. Besta leiðin til að mæta þessum áskorunum er að mynda sterka hópa, góð sambönd og samvinnu á vinnustaðnum. Með því að byrja á trausti og tengslum geturðu þróað sambandið lengra til að ná markmiðum þínum í starfi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Breyta nálgun sinni til að fá fram breytta niðurstöðu • Beita reglum til að byggja upp traust og tengsl í samskiptum • Koma auga á tækifæri til að styrkja samböndin í starfi Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==