Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4402 Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsýn og hugmyndir í hópi einstaklinga með ólíkan bak- grunn hvað snertir menn- ingu, stíl, hæfileika og drifkraft. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og vinnuumhverfi af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Lítur með vinsemd, jákvæðni og áhuga á hlutina. • Hópvinna Ráðstafar verkefnum, fólki og aðföngum á þann hátt sem uppfyllir markmið fyrir- tækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja hvernig þjóðfélagið skipar fólki í flokka • Gera sér grein fyrir persónulegum áhrifum þess að dæma aðra fyrirfram • Þróa með sér tækni til að auka samstöðu SAMANTEKT Í þessum hluta kannarðu viðhorf þín og hegðun til að skilja betur hvernig aðrir líta ef til vill á þig. Þú uppgötvar hvernig breytni þín gagnvart einstaklingum og hópum hefur áhrif á aðra og íhugar nýjar nálganir með það fyrir augum að byggja upp samtaka fyrirtæki þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi. SAMHENGI Í grófum dráttum má segja að menning sé það sem skilgreinir mann á grundvelli landsvæðis, tungumáls, siða og skoðana. Fólkið og stofnanirnar sem tilheyra menningu þinni hafa mikil áhrif á það hvaða augum þú lítur heiminn og annað fólk. Þessi reynsla og áhrifavaldar geta haft áhrif á það hvernig þú bregst við fólki sem virðist tilheyra öðrum menningarheimi, allt eftir því hversu mikið þú hefur mótast af þessum þáttum. FAGNAÐU FJÖLBREYTILEIKANUM

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==