Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4404 KYNSLÓÐAMUNUR YFIRLIT Þessi eining veitir gagnlega innsýn inn í það hvað hvetur mismunandi kynslóðir áfram. Þú öðlast meiri skilning á hvers vegna einn hópur metur trúmennsku gagnvart fyrirtækinu á meðan sá næsti hugsar fyrst um sjálfa(n) sig; hvers vegna einn vill vinna í hóp en sá næsti er mjög sjálfstæður; hvers vegna einn vinnur fyrir umbun á meðan sá næsti vinnur aðeins ef verkefnið er spennandi og gefandi. SAMHENGI Á vinnustöðum í dag kann að vera að allt að fjórar kynslóðir vinni hlið við hlið, það getur verið áskorun fyrir þetta fólk að mynda tengsl sín á milli. Kynslóðir hafa ólíkan hugsunarhátt, vinnuaðferðir og tjáskiptaleiðir. Með því að læra að tjá þig við allar kynslóðir eykur þú líkur á árangri innan hópsins þíns. Hver kynslóð hefur mismunandi sjónarhorn á mikilvæg mál eins og trúmennsku gagnvart fyrirtækinu, sveigjanleika, viðurkenningu og breytingar. Kynslóðamunur hefur áhrif á allt. Þar með talið hvernig við finnum starfsfólk, byggjum upp hópa, stjórnum breytingum, hvetjum, stjórnum og viðhöldum framleiðni. Þessi kynslóðamunur getur snúist í höndunum á okkur og leitt til hegðunar sem minnkar framleiðni og elur af sér slæman vinnuanda. Hinn valmöguleikinn er að nýta sér fjölbreytileikann og búa til hóp sem nær enn meiri árangri en ella. Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrir- tækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á fjórar kynslóðir innan vinnustaðarins • Skilja gildi, mál og þætti sem hafa áhrif á hverja kynslóð fyrir sig • Þekkja hvað hvetur mismunandi kynslóðir áfram

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==