Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4503 FORÐUMST KULNUN Í STARFI YFIRLIT Kulnun í starfi er ekki það sama og streita í starfi. Vera má að kulnun orsakist af stöðugri streitu þótt hún sé ekki það sama og of mikil streita. Þegar þú ert stressuð/ stressaður tekurðu hlutina of mikið inn á þig en þegar kulnun á sér stað þá er þér alveg sama um allt. Þú vilt ekki enda á þeim stað. SAMHENGI Kulnun á sér oftast stað á vinnustaðnum en það er munur á slæmum degi í starfi og kulnun í starfi. Við upplifum öll daga þar sem við höfum of mikið á okkar könnu, okkur leiðist, finnst við ekki metin að verðleikum eða fáum ekki umbun erfiðisins. Þegar það krefst ofurkrafta að koma sér til vinnu þá gætir þú verið nærri því að upplifa kulnun í starfi. Í þessari einingu skoðar þú muninn á milli streitu í starfi og kulnunar í starfi. Þú skoðar leiðir til að forðast kulnun, hafa stjórn á streitu og vera afkastameiri. Þú athugar líka neikvæð áhrif tækninnar á vinnustaðnum, hvernig á að hemja hana og stýra henni á áhrifaríkari hátt. Megin færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrir- tækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi að- gerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja muninn á milli streitu og kulnunar í starfi • Mynda rými í lífi sínu til að forðast ofálag • Temja tæknina og fá hana til að vinna með sér, ekki gegn sér

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==