Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5003 KYNNINGAR FYRIR HÓPA YFIRLIT Til að ná árangri í kynningum verður þú að vita hvað kveikir í þeim fjölbreytta hópi áheyrenda sem þú kemst í tæri við. Skilningur á sjónarhornum stjórnenda, tæknimanna, notenda og viðskiptavina hjálpar þér að höfða til fólks með mismunandi starfssvið. Þú þarft líka að skilja og taka með í reikninginn ólíkt hugarfar áheyrenda, allt frá óvinveittum til áhugasamra. Áhrifaríkir fyrirlesarar geta fengið fólk til að fagna breytingum með því að kynna margar mögulegar lausnir, með kostum og göllum hverrar lausnar. Í þessum hluta eru dregin fram þessi mismunandi sjónarhorn og þú lærir að koma á framfæri mikilvægum og áhrifamiklum skilaboðum sem hitta beint í mark hjá áheyrendum. SAMHENGI Það er krefjandi að tala frammi fyrir hópi, hvort sem þú heldur kynningar fyrir jafningja, undirmenn, yfirstjórn eða utanaðkomandi aðila. En kynningar eru líka gullið tækifæri að kynna hugmyndir, fyrirtækið og sjálfan sig, hæfni og möguleika. Kynning sem einkennist af öryggi í framsetningu og skýrum boðskap vekur áhuga og tiltrú. Þegar þú getur sett hugmyndir og upplýsingar fram með þeim hætti að þær höfða til breiðs hóps eru meiri möguleikar á því að þú aflir þér vinsælda, hafir áhrif og fáir fólk í lið með þér. Megin færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklings- ins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skrif- legum upplýsingum. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagn- vart breytingum á vinnu- staðnum. Að bregðast við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Fagmennska Þroski og heilindi sem skapa trúverðugleika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Sýna stillingu og fagmennsku fyrir framan hóp • Höfða til breiðs áhugasviðs áheyrenda hvað snertir stöðu, þekkingu og viðhorf • Fá fólk til að fagna breytingum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==