Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5005 Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi að- gerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nota fjölbreyttari sýnigögn • Búa til sýnigögn sem grípa og halda athygli • Skilja hvenær og hvernig á að nota mismunandi sýnigögn YFIRLIT Með örri þróun á tölvuforritum og skjávörpum hafa sýnigögn orðið sveigjanlegri og auðveldari í meðförum. Áhrifarík nýting sýnigagna krefst þess að valin sé rétt tegund þeirra, rétt notkun mynda og lita og skilnings á grunnatriðum við notkun þeirra. SAMHENGI Með því að nota sýnigögn og myndir eykur þú möguleika þína á forystu, leiðsögn, kennslu og skýrum tjáskiptum. Maðurinn notar aðrar heilastöðvar til úrvinnslu sjónrænna upplýsinga en úrvinnslu hlustunar. Geta þín til að hafa áhrif eykst ef þú nýtir hvorttveggja. Vandinn tengist ekki tegund sýnigagnanna, hvort þú notar sýnishorn, slæður, línurit, úthendi eða veggspjöld. Áskorunin felst í að nota sýnigögn sem styðja við skilaboðin. Sýnigögnin verða jafnframt að auka virði og gagnvirkni kynningarinnar. Þetta gerir tjáskipti þín skýrari og auðskiljanlegri. ÁHRIFARÍK NOTKUN SÝNIGAGNA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==