Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6002 LAUSN VANDAMÁLA OG ÁKVARÐANATAKA Í HÓP YFIRLIT Hópum er ætlað leysa vandamál og taka ákvarðanir, oft án bestu verkfæranna til verksins. Góð verkfæri til ákvarðanatöku eru tengslamyndir til að ýta undir hugsun á grænu ljósi, samhengismyndir til að ákvarða drifkraftana, skapandi hugsun til að koma auga á rót vandans, val á bestu leiðinni til að taka ákvörðun og ákvarðanatré til að varpa ljósi á röð framkvæmdaskrefa. SAMHENGI Teymi eru sett saman til að leysa vandamál. Oftast fer mikil orka í að finna rétta einstaklinginn innan hópsins, með reynsluna og þekkinguna til að taka á vandanum. Áskorunin felst í að finna bestu leiðina til að sameina aðila með ólíkar skoðanir og bakgrunn, hámarka sameiginlega sérþekkingu þeirra og komast að niðurstöðu sem allur hópurinn styður. Til eru margar leiðir til að gera ferli vandamálalausna og ákvarðanatöku innan hóps auðveldara og gagnvirkara. Þessi eining er hönnuð til að sjá hópum fyrir verkfærum til að safna upplýsingum og greina þær, þar sem tækifæri eru til að bæta stöðu eða takast á við áskorun innan fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. • Ákvarðanataka Viðar að sér staðreyndum og skilur þær, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Setja upp „snillingafund“ með því að nota hugsun á grænu/rauðu ljósi • Nota samhengismynd til að koma auga á rót vandans • Nýta sér skapandi hugsun til að setja fram skapandi lausnir • Taka ákvarðanir til að ná fram mestu mögulegu skuldbindingu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==