Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6005 AÐ GREINA VANDAMÁL OG VERA SKAPANDI Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Þróa sýn á það sem „ætti að vera“, byggt á markmiðum. • Kanna tækifæri til endurbóta með því að grannskoða mikilvægustu þættina • Nota tengslamynd og samskiptamynd til að greina vandamál • Beita „Grænu ljósa“ ferlum til að laða fram skapandi hugmyndir á hugarflugsfundum SAMANTEKT „Meira, betur, hraðar, ódýrar“ virðist vera þula sem sífellt er endurtekin í nútímaviðskiptum. Hvernig höldum við í við hið hraða nútímasamfélags án þess að hvika frá skynsamlegri ákvarðanatöku? Menn hafa um langt skeið rannsakað á margvíslegan hátt hæfileikann til að skapa ný kerfi og nýjar vörur og þróa fyrirliggjandi vörur, þjónustu eða kerfi. Sumir hafa leitast við að uppgötva og skilja hvað það er sem gerir einstaklinga skapandi. Aðrir hafa velt fyrir sér hvers konar umhverfi örvar sköpunargáfu fólks og leyfir henni að blómstra. Enn aðrir hafa einbeitt sér að því hvernig frumlegar vörur eða þjónusta er þróuð. SAMHENGI Fólk hefur um aldaraðir heillast af sköpunarferlinu – þessari röð ákveðinna skrefa þar sem einstaklingur eða hópur notar lögmál skapandi hugsunar til að skilgreina vandamál eða tækifæri á kerfisbundinn, hlutlausan og að því er virðist óhefðbundinn hátt. Á síðari tímum hafa rannsóknir í félags- og atferlisfræðum svipt leyndarhulunni af hugtakinu með því að sýna hvernig jafnvel ósköp venjulegir hæfileikar til rökhugsunar, skilgreininga og tilrauna geta gefið okkur innsýn í eðli nýsköpunar og hinar mörgu hliðar hennar. Þessi aukna meðvitund og skilningur hefur náð taki á ímyndunarafli þeirra stjórnenda sem hugsa um gæði og skilja hve mikinn ávinning það hefur í för með sér að þróa hæfileika starfsfólks og samstarfsmanna til sköpunar og úrlausnar vandamála. Í raun hafa kannanir sýnt að hæfileikinn til að hugsa skapandi – til að skilgreina vandamál og tækifæri á nýjan og frumlegan hátt – er talinn verðmætasti hæfileikinn meðal stjórnenda fyrirtækja sem leggja mesta áherslu á stöðuga framþróun. Megin færniþættir: • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tengir saman nýjar og gamlar hugmyndir í einstakri aðferð til að leysa vandamál og hagnýta tækifæri. • Ákvarðanataka Tileinkar sér og skilur staðreyndir, vegur áhættu og forgangsraðar kostum af hlutlægni svo leiðir til ákveðinnar aðgerðar. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og umhverfi í vinnu af sveigjanleika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu viðhorfi. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar með framsæknum hætti eftir tækifærum til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu í nýjar áttir til að uppfylla markmið fyrirtækisins. • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==