Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1202 Færniþættir sem unnið er með: „Mesti hæfileikinn í viðskiptum felst í því að láta sér lynda vel við aðra og hafa áhrif á athafnir annarra.“ —John Hancock STJÓRNUN UPP Á VIÐ Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skipuleggja samskipti sín við yfirmenn og samstarfsfólk • Stýra forgangsröð og væntingum • Taka við tillögum og endurgjöf • Selja hugmynd „upp fyrirtækið“ SAMHENGI Einu gildir hve gáfaðir og vel upplýstir leiðtogar í fyrirtækjum eru, þeim er ómögulegt að sjá alltaf stóru myndina í öllum aðstæðum. Okkur langar til að koma hugmyndum okkar og tillögum á framfæri á þann hátt sem bætir leiðtogahæfni fyrirtækisins í heild en við erum ekki í leiðtogahlutverki. Í þessum hluta skoðum við leiðir til að hafa áhrif á skilvirkni vinnuteymisins okkar, jafnvel þó að við gefum ekki fyrirmælin. Við leggjum áherslu á leiðir til að vera sveigjanlegri í viðbrögðum okkar. Við skoðum leiðir til að stýra forgangsröðinni og væntingum hjá okkur en á sama tíma ná markmiðum okkar og yfirmanns okkar. Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðarsýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Framtíðarsýn Framtíðarmiðaður. Skapar spennandi mynd af því sem gæti orðið og ætti að vera, óháð því hvað það er, fyrir hann sjálfan og fyrirtækið. • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==