Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1208 Færniþættir sem unnið er með: PERSÓNULEGT VÖRUMERKI OG TENGSLANET YFIRLIT Persónulegt vörumerki þitt byggist á þeim skilaboðum sem þú sendir frá þér og þeim skilaboðum sem aðrir móttaka. Hvernig viltu aðgreina þig frá öðrum og hvað viltu að fólk muni um þig? Viltu að þitt persónulega vörumerki einkennist af lausnum vandamála, framúrskarandi liðsmanni eða talsmanni breytinga? Viltu að fólk sjái þig sem fágaða(n), faglega(n) og vingjarnlega(n)? Til að aðrir taki við þeim skilaboðum sem þú vilt senda frá þér verða þau að vera ósvikin og sönn. SAMHENGI Könnun sem Inc.com gerði leiddi í ljós að 48% lesenda höfðu þá trú að persónuleg tengsl séu lykilatriði þess að komast áfram innan fyrirtækis. Það að skilgreina persónulegt vörumerki þitt er grunnur þess að víkka út tengslanetið. Vörumerki þitt gefur þér það sem til þarf til að hafa framúrskarandi áhrif á aðra. Tengslanetið þitt er góður brunnur upplýsinga og hugmynda um atburði, tískustrauma, tækifæri og fréttir úr geiranum. Í þessum hluta skoðar þú hvernig þú getur haft meiri áhrif við fyrstu kynni, þróar lýsingu á persónulegu vörumerki þínu og bætir samskiptahæfnina til að víkka út tengslanet þitt. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Hafa sterk áhrif við fyrstu kynni • Þróa sveigjanlega og ósvikna lýsingu á persónulegu vörumerki sínu • Nýta fagleg tengsl sem best • Nota tengslavensl til að víkka út tengslanetið Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Tengdir færniþættir: • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==