Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1502 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Lýsa hring vaxtar og breytinga og hvernig hann tengist þjálfun • Beita markþjálfunarferlinu til að bæta frammistöðu annarra • Koma auga á tækifæri til að þróa fólk YFIRLIT Markþjálfun snýst um að veita stuðning og ráð til að hjálpa einstaklingi að koma auga á leiðir sem geta bætt frammistöðu hans og árangur. Markþjálfun var til langs tíma leið til hjálpar slökum starfsmönnum eða starfsmönnum í vanda. Í dag er hún hins vegar viðurkennd leið til að hvetja sterka starfsmenn til vaxtar enn hraðar en annars. Sterkir leiðtogar nota markþjálfun til að varða leiðina, leiðbeina og þjálfa, til að hjálpa starfsmönnum sínum að auka hæfni og ná markmiðum. SAMHENGI Ábyrgð hefst með skýrt skilgreindum frammistöðumarkmiðum. Leiðtoginn metur einstaklinginn og framlag hópsins gagnvart markmiðunum og er sífellt að leita leiða til að bæta frammistöðuna og fylla upp í frammistöðubilin. Með því að gera aðra ábyrga fyrir markmiðum sínum gefast tækifæri til vaxtar, lærdóms og viðvarandi hvatningar. Verkfærin í þessum hluta fylla upp í bilin milli þeirrar niðurstöðu sem vænst var og raunverulegrar niðurstöðu. Við lok þessarar einingar beitir þú markþjálfunarferli til að bæta frammistöðu. MARKÞJÁLFUN TIL AUKINNAR FRAMMISTÖÐU

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==