Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1003 Færniþættir sem unnið er með: FRAMKVÆMDAÁÆTLUN YFIRLIT Þegar auðlindir og tími eru af skornum skammti verður áætlanagerð oft til að bregðast við aðstæðum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Átta skrefa áætlunarferli nær fram æskilegri útkomu, skýrir stöðuna eins og hún er í dag og gerir okkur kleift að setja sértæk markmið og tímamörk til að ná tilætluðum árangri. SAMHENGI Það að skapa sýn og áætlun til að ná sýninni eru verkefni leiðtoga. Leiðtogar sjá ekki einasta stóru myndina og tjá sig vel um hana; þeir brjóta áætlunina niður í forgangsatriði og nauðsynlegar aðferðir til að ná markmiðum hópsins. Við lok þessarar einingar muntu geta lýst nauðsynlegum skrefum til að breyta hugmynd eða nýbreytni í aðgerðaráætlun til að deila á skýran hátt með öðrum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Lýsa framtíðarsýn sinni á skýran, sérgreindan og lifandi hátt • Þekkja þau skref sem þarf að taka til að breyta sýn í athafnir • Koma í framkvæmd áætlun sem inniheldur skýr samskiptamarkmið Megin færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Ákvarðanataka Viðar að sér og skilur staðreyndir, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==