Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2009 Megin færniþættir: • Samskipti Ástundar virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. • Upplifun viðskiptavina Hagnýtir jákvæða upplifun til að skapa tryggð viðskiptavina og langtímasambönd. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Lítur með vinsemd, jákvæðni og áhuga á hlutina. • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Aðlögunarhæfni Fordómalaus. Mætir breytingum í vinnu af sveigjanleika. • Öflun viðskiptavina Greinir og umbreytir mögulegum viðskiptavinum í virka viðskiptavini sem verða hollvinir fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Efla traust meðal viðskiptavina með símtölum • Beita samskiptahæfni á erfiða viðskiptavini • Nota upplýsingar sem berast með símtölum inn í fyrirtækið til að skilja þarfir viðskiptavina • Nota símtöl út úr húsi til að skapa jákvæða athygli. SAMANTEKT Í þessum hluta lærir þú að greina litlu breytingarnar sem geta gert gæfumuninn í þjónustu við viðskiptavini. Með þessu móti byggir þú upp eigið sjálfstraust og hæfileika til að bæði bregðast vel við og hafa framsýni í samskiptum við viðskiptavini. Í þessari kennslustund er farið yfir grunnatriði helstu þátta símsvörunar. Hvort sem um er að ræða pantanir, fyrirspurnir eða kvartanir þá er alltaf manneskja á hinum enda línunnar. SAMHENGI Hverjir eru í sölumennsku? Það erum við öll! Jafnvel þó að starfsheitið þitt sé ekki „sölufulltrúi“ ætlast fyrirtækið þitt til þess að þú nýtir öll samskipti við viðskiptavini sem best. Eftir því sem fleiri þjónustuteymi og þjónustuver snúa sér meira að kross- og viðbótarsölu þarft þú að vera meira alhliða þjónustu- og sölufulltrúi. Þú þarft þekkingu og hæfni til að byggja upp sambönd, spyrja réttu spurninganna, ljúka við sölu og tryggja að þínar vörur og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina. 60$7ˆ.1,Ǔ 607˜/ ,11 2* œ7

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==