Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2405 EFTIRFYLGNI YFIRLIT Mikilvægi skipulagðrar eftirfylgni með núverandi og tilvonandi viðskiptavinum er gríðarlegt, sérstaklega í hörðu samkeppnisumhverfi dagsins í dag. Núverandi viðskiptavinir búast við einhvers konar þökkum, eftirfylgni eða annars konar viðurkenningu. Mögulegir viðskiptavinir heimsækja oft nokkra samkeppnisaðila til að skoða hverjir fylgja málum best eftir áður en þeir taka ákvörðun um kaup. Þeir vilja vita hver hefur nógu mikinn áhuga á þeim til að senda tilboð, vera í sambandi, minna á eða senda viðbótarupplýsingar. SAMHENGI Fyrstu samskipti eða fyrsta salan er engin trygging fyrir langtíma sambandi. Viðskiptavinir eru uppteknir og kunna að meta framúrskarandi þjónustu sem hjálpar þeim að ná árangri. Eftirfylgni þín getur skilið að ein viðskipti frá langtíma hollvini fyrirtækisins. Í þessari einingu muntu þróa ítarlega og kerfisbundna leið til að fylgja viðskiptavinum eftir. Þú velur úr eftirfylgniaðgerðum sem munu hjálpa þér að viðhalda sambandi við viðskiptavininn. Þú munt á skapandi en um leið skipulagðan hátt mæta væntingum viðskiptavina þinna til eftirfylgni. Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina væntingar viðskiptavina til eftirfylgni • Skapa tækifæri til eftirfylgni • Þróa kerfisbundið ferli faglegrar eftirfylgni

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==