Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1005 Færniþættir sem unnið er með: HVATNING YFIRLIT Því er oft haldið fram að fólk gangi til liðs við fyrirtæki og flýji stjórnendur. Slakir leiðtogar eru gjarnan meginástæða þess að fólk ákveður að skipta um starf. Allir stjórnendur geta haft áhrif á hvatningu starfsmanna með því að skilja mun á viðhaldi og hvatningu, nota áþreifanlegar og óáþreifanlegar leiðir til að veita viðurkenningu og einbeita sér að því að höfða til mikilvægis og samhyggðar. SAMHENGI Leiðtogar virða og meta fjölbreytileika annarra. Þeir skilja að eina sanna samkeppnisforskotið býr í mannauðinum. Í þessum hluta kynnist þú samskiptareglum Dale Carnegie og aðferð til að hrósa og þakka fyrir. Við lok þessarar einingar muntu geta beitt samskiptareglum sem byggja upp traust og komið auga á tækifæri til að þróa mannlega möguleika innan fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skoða vinnuumhverfið og meta hvatningarstig innan þess • Koma auga á hvetjandi þætti og verkfæri til að auka hvatningarstig starfsmanna • Beita reglum í mannlegum samskiptum til að byggja upp árangursrík sambönd og skuldbindingu • Draga fram það jákvæða með nákvæmum og mælanlegum orðum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==