Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3000 UNDIRSTAÐA RÁÐGEFANDI SÖLU YFIRLIT Söluferlið hefst með því að mynda tengsl og heldur áfram með því að byggja upp trúverðugleika, komast að þörfum viðskiptavinar og leysa vandamál frá sjónarhóli hans. Í öllum skrefum ferlisins verður þú að sýna hvernig þú getur fært viðskiptavininum aukið virði. Sölufólk þarf jafnframt að geta skapað sér sjálfu virði sem fagmenn í viðskiptum. Það felur í sér árangursríka tímastjórnun, að einblína á aðalatriðin og skapa sér knýjandi sýn. SAMHENGI Sala án verkferlis er eins og að veiða með veiðistöng en ekki neti. Þú nærð einhverjum fiskum en það krefst meiri tíma og vinnu. Þaulreyndir verkferlar skila alltaf árangri. Okkar stefna í sambandi við sölu er að auka hana með því að byggja upp sambönd og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri árangri. Ráðgefandi sölunálgun skapar ávinning fyrir sölumanninn, kaupandann og fyrirtæki hans. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja og beita söluferli sem hefur sannað ágæti sitt • Setja sig í spor kaupandans • Setja fram hvetjandi sýn • Stýra tíma sínum á hagkvæman hátt Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==