Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1007 Færniþættir sem unnið er með: SÝN, HLUTVERK OG GILDI YFIRLIT Skýrt skilgreind sýn, hlutverk og gildi skapa einurð og einbeitingu innan fyrirtækja. Þróun þessara staðhæfinga með liðsheildinni eykur þátttöku og auðveldar einstaklingum að vinna í takt í átt að stefnu fyrirtækisins. SAMHENGI Í bók sinni Good to Great fjallar Jim Collins um viðamiklar rannsóknir sínar á fyrirtækjum úr ólíkum geirum og hvað þarf til að þau verði framúrskarandi. Eitt lykilatriða í niðurstöðunum var að fyrirtæki sem ná framúrskarandi árangri hafa skýra sýn. Þau þekkja megin styrkleika sína og einblína á framtíðina. Ekki aðeins með því að setja fram gildi sín heldur líka með framsýnni áætlanagerð og framkvæmd. Megin færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Búa til hvetjandi gildisstaðhæfingar • Skilgreina hlutverk sem varða leiðina í átt að sýninni • Skýra gildi fyrirtækisins til að skapa samvinnu • Skýra sýn, hlutverk og gildi fyrir hagsmunaaðilum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==