Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4006 FRÁ ÁGREININGI TIL SAMVINNU YFIRLIT Samvinnulausnir verða til þegar fólk þarf að leita í hæfni annarra, eða þarf að fara til annarra eftir sérþekkingu, sköpun, nýsköpun og nýjum sjónarhornum. Gott ferli til samvinnu felur í sér skilgreiningu markmiða, staðreyndaöflun, athugun möguleika, innleiðingu og eftirfylgni. SAMHENGI Ágreiningur getur verið flókinn og erfiður úrlausnar. Þú sjálf(ur) getur haft takmarkaða getu til að taka á öllum málum sem í honum felast. Með því að leita samvinnu annarra innan fyrirtækisins eða utan geturðu nýtt þér reynslu, sérþekkingu, úrlausnir og gildi annarra fagmanna til að leiða málið til lykta á farsælan hátt. Samvinnulausnir í erfiðum ágreiningi hjálpa þeim sem hlut eiga að máli að sjá að allt var gert sem mögulegt var til að leysa stöðuna á faglegan hátt. Það tekur pressuna af þér um að hafa öll svör á reiðum höndum og færir okkur sjónarhorn sérfræðinga til að ná farsælli niðurstöðu. Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrir- tækisins. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á tækifæri til samvinnulausna • Nýta sér hæfni og getu annarra til stuðnings og leiðbeiningar • Leita samvinnu annarra til að draga úr ágreiningi og skapa samvirkni • Byggja upp samvinnuanda byggðan á sameiginlegum gildum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==