Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Palestínuför verkalýðshreyfingarinnar Það fyrsta sem þú tekur eftir í Jerúsalem eru túristarnir. Pílagrímar nútímans, léttklæddir með myndavélar, að heimsækja höllina þar sem Heródes fyrirskipaði kynslóðarmorðið og Getsemanegarðinn þar sem Júdas kyssti Jesú, að labba með kyrjandi munkum kross­ beraslóðina. Kaupa boli sem stendur á „Guns n Moses“ og „America don’t worry, Israel is behind you.“ Í gömlu borginni, innan aldagamalla múra, eru fjögur hverfi – múslimar, gyðingar, kristnir og Armenar skiptast þar á að halda helgidagana sína á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Það má alltaf finna opna verslun í einu hverf- inu þegar hinir eru að heiðra sinn guð. Einn daginn er hliðum í borgina lokað. Palest- ínskur unglingur tók upp hníf nálægt ísraelsk- um hermönnum sem eru víða í borginni, vopnaðir hríðskotabyssum. Enginn slasaðist nema „terroristinn“ segja fjölmiðlar, með því orðfæri sem veröldinni er orðið tamt að nota um óhlýðna Araba. Tveir hermenn á hestbaki stilla upp verði við Heródesarhliðið norðan- megin á múrunum. Aldagamlir múrar, þvaga af forvitnu fólki, verðir á hestbaki, vélbyssur. Jerúsalem hefur stækkað langt út fyrir gömlu múrana og er svo gott sem samliggjandi borginni Betlehem, skammt fyrir sunnan. Þar er annar og nýrri múr, átta metrar á hæð, sem hlykkjast gegnum bæinn, til að halda Palestínumönnum frá Ísrael. Aðskilnaðarmúr- inn er grár Ísraelsmegin, en málaður alls kyns listaverkum og skilaboðum Palestínumegin. „Ekki vera steinn í þessum múr.“ Annars stað- ar: „Hefndin fyrir þetta verður hlátur barna okkar.“ Aðskilnaðarmúrinn var reistur upp úr alda- mótum þegar Palestínumenn gerðu uppreisn gegn hernámi Ísraels. Hann var ekki reistur á vopnahléslínunni milli landanna, heldur langt inni á palestínsku landi, „til að innlima eins mikið land og mögulegt er af Vesturbakkan- um“, með orðum ísraelsku friðarsamtakanna Peace Now. Á meðan augu heimsins hvíla á þeim hörmungum sem hernaðarofstæki Ísraelsríkis í Gaza veldur hefur landrán á Vesturbakkanum haldið áfram linnulaust. Athyglinni er haldið á Gaza svo ríkið geti haft frjálsar hendur við landtöku annars staðar, segir starfsmaður heildarsamtaka palestínsks verkafólks. Í nýafstöðum þingkosningum í Ísrael var eitt kosningaloforðið að innlima stór svæði af landi Palestínumanna á Vesturbakk- anum, gera þau hluta af Ísrael. Ég spyr unga konu sem selur listaverk í sýningarrými hjá múrnum hvort hún muni eftir því þegar hann var reistur. „Já, ég var krakki þegar hann kom. Hann var byggður í áföngum, svo við fengum tíma til að aðlag- ast.“ Múrinn er beint fyrir utan húsið, settur upp til að halda henni úti. Eitt ísraelska hverfið á fætur öðru rís innan múrsins á Vesturbakkanum, vígvædd lúxus- hverfi með snyrtilegum íbúðarhúsum, smíðuð af fólki sem segir allt land Palestínu tilheyra Ísrael og vísar í trúarlegan rétt. Ísrael hefur tekið stjórn á vatnsbólum og gefur minni- hluta fólksins sem býr í landránsbyggðun- um meirihluta vatnsins gegnum vatnsveitu. Palestínumenn fá sitt vatn, sótt undan þeirra eigin landi, skammtað, og geyma í kútum á þökunum sínum. Þeir líða vegna niðurskurðar á fjármagni, niðurskurðar á landi, niðurskurðar á vatni og á frelsi. Vikulegar mótmælagöngur víða í Palestínu gegn þessum byggðum eru hraktar aftur af hermönnum með táragasi og leyniskyttum. Ben Ehrenreich, blaðamaður sem dvaldi á Vesturbakkanum, segir leyniskytturnar miða á hné mótmælenda til að hámarka örkuml- un. Stundum leika hermennirnir sér að því að skjóta vatnskútana á palestínskum þökum. Ísrael er lítið land og Palestína jafnvel smærra. Vesturbakkinn er á stærð við Austfirði. Aðskilnaðarmúrinn, sem lokar inni þrjár millj- ónir sálna, kræklast og hlykkjast um hann sjö hundruð kílómetra leið. Aðskilnaður þjóðanna og uppihald hernámsins er ekki bara kostnað- ur fyrir ísraelskt auðmagn. Palestínsku verka- fólki er skammtað inn til Ísrael, og jafnvel í landtökubyggðirnar, þar sem arabískt vinnuafl telst ódýrt og útskiptanlegt. Atvinnuleyfi eru bundin atvinnurekanda og uppsagnarvarnir Palestínsku verkafólki er skammtað inn til Ísrael, og jafnvel í landtökubyggðirnar, þar sem arabískt vinnuafl telst ódýrt og útskiptanlegt Aðskilnaðarmúrinn liggur víða langt inni á palestínsku landi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==